top of page
Vinsælast!

​Jákvæð áhrif - Einfaldir sem einstaklingar geta gert til að stuðla að jákvæðari vinnustaðamenningu

Lífið er einfalt, það sama á við um að vinna með öðrum. En einfalt er ekki alltaf auðvelt!

Menning, hvort sem það er innan hópa eða teyma, verður til og þróast, alveg sama hvort við hugsum um hana eða ekki - þannig að ef við viljum hafa jákvæða menningu innan okkar hóps eða teymis, þá er það undir öllum í teyminu að beina menningunni í rétta átt! 

Á þessum fyrirlestri/námskeiði er farið yfir einfalda hluti sem einstaklingar geta einbeitt sér að til að hafa jákvæðari áhrif almennt - hvort sem það er á einstaklinginn persónulega eða á aðra í kring.

Þetta er hresst og skemmtilegt námskeið þar sem einstaklingar fá verkfæri í hendurnar sem hægt er að nota strax að því loknu.

Boðið uppá fyrirlestur sem er ein klst að lengd sem og þriggja klst námskeið

Everything DiSC - Workplace - Betri skiliningur og bættur árangur

4-6 klst námskeið

Everything DiSC Workplace® er námskeið og sérsniðin námsupplifun sem getur gagnast öllum – óháð titli eða stöðu – við að byggja upp skilvirkari tengsl í vinnunni.

Þetta kerfi hjálpar þátttakendum að skilja sjálfa sig og aðra betur. Þátttakendur læra að meta mismunandi forgangsröðun, óskir og gildi sem hver einstaklingur kemur með á vinnustaðinn. Með aukinni innsýn og sérhæfðum aðferðum læra þátttakendur hvernig á að laga sig að eiginleikum annarra, bæta þátttöku, samvinnu og heildar gæði vinnustaðarins.

Everything DiSC Workplace námskeiðið leggur áherslu á:

• Að uppgötva DiSC® eiginleikann þinn

• Að skilja eiginleika annarra

• Að byggja upp skilvirkari sambönd

• Læra að lesa aðra

Skýrslan

Everything DiSC Workplace Skýrslan veitir þátttakendum dýrmæta innsýn sem opnar á aukinn skilning og hvetur til árangursríks samstarfs. Í þessari persónulegu 20 blaðsíðna skýrslu læra þátttakendur það sem knýr hegðun þeirra sjálfra, læra hvað kemur af sjálfu sér og hvað gæti verið krefjandi í samskiptum við aðra og læra aðferðir til að styrkja mannleg samskipti á vinnustaðnum. 

Verkfæri til eftirfylgni

MyEverythingDiSC

Hvort sem fólk vill kafa djúpt í DiSC® rannsóknir og kenningar eða bæta vinnusambönd sín með samanburðarskýrslum, þá býður MyEverythingDiSC upp á öflug, persónuleg verkfæri og úrræði án aukakostnaðar. Þátttakendur geta:

• Fengið aðgang að DiSC prófílnum sínum hvenær sem er, með hvaða tæki sem er

• Borið DiSC eiginleika saman við kollega sína og skoðaðu hvað er líkt og ólíkt

• Lært meira um hvernig DiSC eiginleiki þeirra hefur áhrif á sambönd á vinnustað og framleiðni

• Byggt upp betri vinnusambönd með áhrifaríkum samskiptaráðum

• Dýpkað skilning sinn á kenningum og rannsóknum á bak við Everything DiSC

Samanburðarskýrslur

Samanburðarskýrslur hvetja til árangursríks samstarfs. Tveir þátttakendur geta kannað líkindi þeirra og mismun, hugsanlegar áskoranir í samstarfi og hagnýtar ráðleggingar til að bæta vinnusamband.

Team View

Þessi skýrsla þér yfirsýn yfir hóp þátttakenda og einstök Everything DiSC kort þeirra.

Skýrsla um vinnustaðamenningu

 

Ákvarðaðu DiSC menningu teymisins með því að kanna styrk- og veikleika hans, þau áhrif sem mismunandi hópmeðlimir hafa. 

Everything DiSC Workplace circle.jpg
EverythingDiSC-Authorized-Partner.png

Betri skiliningur og bættur árangur

Námskeiðið hentar öllu starfsfólki - óháð titli eða stöðu - við að byggja upp skilvirkari sambönd í vinnunni. Byggir á Everything DiSC fræðunum. 

Þetta námskeið hjálpar þátttakendum að skilja sjálfa sig og aðra betur. Þátttakendur læra að meta mismunandi áherslur, þarfir og gildi sem hver einstaklingur hefur á vinnustaðnum. Með persónulegum og hópæfingum læra þátttakendur um alla persónueiginleikana og aðferðir til að laga sig að eiginleikum annarra og bæta að þar af leiðandi þátttöku, samvinnu og heildar gæði vinnustaðarins.

 

Námskeiðið eru 3 klukkutímar og er það brotið upp með æfingum og pásum. 

Að byggja upp jákvæðar venjur

Það hefur verið sannað að einstaklingar með jákvæðar venjur eru hamingjusamari og ná yfirleitt meiri árangri í lífinu. Góðar jákvæðar venjur gegna lykilhlutverki í að byggja upp starfsanda og starfsánægju.  

Á þessu námskeiði er farið yfir hversdagsvenjur okkar, hvernig við getum áttað okkur á þeim og endurskrifað þær ef þörf krefur. Þátttakendur vinna bæði hver fyrir sig, til að finna út eigin venjur og hvernig hægt er að vinna með þær til að ná betri árangri í lífi og starfi, og sem hópur til að vinna þær venjur sem stjórna hegðun á vinnustaðnum. Þátttakendur skoða hvort þær hafi jákvæð eða neikvæð áhrif á velgengni fyrirtækisins. Ef það eru neikvæð áhrif vinna þátttakendur sem teymi til að leiðrétta venjurnar.  

Námskeiðið er þrjár klukkustundir að lengd – en einnig er hægt að halda það sem klukkustundar langan fyrirlestur þar sem æfingar eru sleppt.  

bottom of page